Forsíđa   

 10.09.2012
 Íhygli og draumhygli - mikilvćgi hugleiđslu



Margt er líkt
með ástundun
íhygli í vökunni
og þess að íhuga
drauma sína og
tengjast sínu innra.
Sínum innra manni.
Hvorttveggja mætti
kalla gjörhygli
- mindfulness -
í vöku og svefni.

Nú eru að koma fram
æ fleiri rannsóknir
sem sýna fram á
mikilvægi íhugunar
og hugleiðslu með
það að markmiði
að kyrrra hugann
þannig að iðkandinn
læri að stjórna betur
hugsan og líðan.

Í stað þess að
hugurinn þeysist
um eins og
sjónvarpsrás
á
útopnu allan
sólarhringinn,
þá lærir iðkandinn
að fylgjast með
núvitund sinni.
Fylgjast með því
sem er að gerast
í sálarlífinu og
umhverfi hans
án þess að taka
tilfinningalega
afstöðu til þess.

Ennfremur hefur
hugleiðsla áhrif
á skynjun sársauka
og mildar hann
með því að hafa
áhrif á þau svæði
heilans sem hafa
með sársauka að gera
eins og fram kemur
í nýlegum rannsóknum
í taugavísindum og
birtar eru í aprílhefti

Journal of Neuroscience
.


Samkvæmt þeim
rannsóknum sem
þar er vitnað til,
ætti að kenna
hugleiðslu og
bjóða uppá hana
á sjúkrastofnunum
og helst fyrr á ævinni
þannig að hún verði
snemma eðlilegur
þáttur daglegs lífs,
 óháð trúarskoðunum.


Einföld hugleiðsla
getur t.a.m.falist í því
að veita öndun athygli.
Telja fyrst hverja
útöndun upp í 10 í
nokkur skipti og síðan
 innöndun álíka oft.

Eftir nokkur slík skipti
þegar hugurinn
fer að róast og
líkaminn slaknar,
þá verður hrynjandi
öndunar samfelldur.

Iðkandi getur nú
beint sjónum sínum
að aukinni kyrrð og
þá etv. farið með
litla bæn eða möntru
eða bara verið til.

Gott er að ætla
ca. 15-20 mínútur
í hugleiðsluna einu
sinni til tvisvar á dag.


Þekkt er að gjörhyglin
sem afhlýst hefur
 síðan áhrif á vitund
okkar í svefni og
þar með draumlífið.
Eykur þrek og þor
til að glíma við
 lífsverkefnin, treysta
lífinu og dreyma
frjóa drauma:


The inability to
open up to hope
is what blocks trust,
and blocked trust
is the reason
for blighted dreams.


(Elizabeth Gilbert).


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200  201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA